500 milljóna króna samningur Data Market við ProQuest Hjörtur Hjartarson skrifar 29. júní 2013 17:53 Fyrirtækið Data Market hefur gert fimm hundruð milljón króna samning við alþjóðlegu gagnamiðlunina ProQuest um sölu á gagnasafni og hugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn opnar margar dyr á Bandaríkjamarkaði, segir rekstrarstjóri Data Market. Samningurinn er til sjö ára og er verðmæti hans minnst 4,2 milljónir dollara, rétt um 520 milljónir íslenskra króna. Ef ProQuest gengur vel að selja afurðina frá Data Market má reikna með að sú tala hækki umtalsvert. "ProQuest er fyrirtæki sem hefur undanfarin 75 ár verið að vinna að því að safna saman ýmiskonar, bæði tölfræðigögnum og líka ritrýndum vísindagreinum og í raun fréttagreinum og fleiru slíku. Þeir eru síðan að dreifa þessum gögnum fyrst og fremst inn á háskólamarkaðinn og svo inn á bókasöfn líka", segir Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrarstjóri Data Market. Þorsteinn segir að sú vara sem Data Market er að selja ProQuest sé tvíþætt.Þorsteinn Yngvi Guðmundsson "Annarsvegar er það gagnasafn sem inniheldur töluvert mikið af svona alþjóðlegum gögnum, þjóðhagsstærðum, lýðupplýsingum og þessháttar. Og hinsvegar er það síðan hugbúnaður frá okkur sem er notaður til að halda utan um gögnin, myndbirta þau og gera fólki í raun kleift að skilja og öðlast eitthvert innsæi í hvað gögnin eru að segja." DataMarket er íslenskt einkahlutafélag, stofnað fyrir að verða fimm árum. Það þjónustar nokkur íslensk fyrirtæki, þar á meðal Capacent og Seðlabankann. Þorsteinn segir að samningurinn við ProQuest gefi fyrirtækinu mikla möguleika á að stækka og dafna. "Þetta mun auðvitað líka hjálpa okkur gríðarlega mikið þegar að við höldum áfram að byggja upp sölustarfsemina í Bandaríkjunum þar sem að við erum að leggja okkar áherslur á dreifingu núna. Og ég geri ráð fyrir að þetta muni líka hafa jákvæð áhrif á hugfjárfesta til að taka áframhaldandi þátt í að byggja upp fyrirtækið", segir Þorsteinn. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Fyrirtækið Data Market hefur gert fimm hundruð milljón króna samning við alþjóðlegu gagnamiðlunina ProQuest um sölu á gagnasafni og hugbúnaði fyrirtækisins. Samningurinn opnar margar dyr á Bandaríkjamarkaði, segir rekstrarstjóri Data Market. Samningurinn er til sjö ára og er verðmæti hans minnst 4,2 milljónir dollara, rétt um 520 milljónir íslenskra króna. Ef ProQuest gengur vel að selja afurðina frá Data Market má reikna með að sú tala hækki umtalsvert. "ProQuest er fyrirtæki sem hefur undanfarin 75 ár verið að vinna að því að safna saman ýmiskonar, bæði tölfræðigögnum og líka ritrýndum vísindagreinum og í raun fréttagreinum og fleiru slíku. Þeir eru síðan að dreifa þessum gögnum fyrst og fremst inn á háskólamarkaðinn og svo inn á bókasöfn líka", segir Þorsteinn Yngvi Guðmundsson, rekstrarstjóri Data Market. Þorsteinn segir að sú vara sem Data Market er að selja ProQuest sé tvíþætt.Þorsteinn Yngvi Guðmundsson "Annarsvegar er það gagnasafn sem inniheldur töluvert mikið af svona alþjóðlegum gögnum, þjóðhagsstærðum, lýðupplýsingum og þessháttar. Og hinsvegar er það síðan hugbúnaður frá okkur sem er notaður til að halda utan um gögnin, myndbirta þau og gera fólki í raun kleift að skilja og öðlast eitthvert innsæi í hvað gögnin eru að segja." DataMarket er íslenskt einkahlutafélag, stofnað fyrir að verða fimm árum. Það þjónustar nokkur íslensk fyrirtæki, þar á meðal Capacent og Seðlabankann. Þorsteinn segir að samningurinn við ProQuest gefi fyrirtækinu mikla möguleika á að stækka og dafna. "Þetta mun auðvitað líka hjálpa okkur gríðarlega mikið þegar að við höldum áfram að byggja upp sölustarfsemina í Bandaríkjunum þar sem að við erum að leggja okkar áherslur á dreifingu núna. Og ég geri ráð fyrir að þetta muni líka hafa jákvæð áhrif á hugfjárfesta til að taka áframhaldandi þátt í að byggja upp fyrirtækið", segir Þorsteinn.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira