Fótbolti

Tilboði Galatasaray í Nani hafnað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Nani í leik með Manchester United.
Luis Nani í leik með Manchester United. Mynd. / Getty Images

Tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray hefur gert tilboð í portúgalska leikmanninn Luis Nani sem leikur með Manchester United.

Forráðarmenn Manchester United hafa hafnað tilboðinu sem hljóðaði upp á 7 milljónir evra, en Nani hefur ekki náð að vinna sér fast byrjunarliðssæti hjá þeim rauðklæddu.

„Við höfum nú þegar boðið 7 milljónir evra í leikmanninn en því var hafnað,“ sagði Ünal Aysal stjórnarformaður Galatasaray




Fleiri fréttir

Sjá meira


×