Fótbolti

Guardiola lærir þýsku

Stefán Árni Pálsson skrifar

Pep Guardiola, nýráðinn þjálfari Bayern München, er sestur á skólabekk og ætlar sér að læra þýsku fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni.

Forráðarmenn FC Bayern fóru þess á leit við Guardiola þegar hann var ráðinn að stjórinn skyldi læra tungumálið eins vel og mögulegt væri til að ná til sem flestra leikmanna.

Spánverjinn situr því sveittur alla daga og lærir þýsku en hann vill ná sem bestum tökum á málinu áður en liðið kemur saman seinnipartinn í júní.

Guardiola á að hafa lagt mikið á sig og tekið fast á lærdómnum og því spurning hvort við sjáum viðtöl á þýsku við þennan snjalla knattspyrnustjóra á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×