Fótbolti

Gætu þurft að tefla fram tveimur markvörðum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Klaus Dieter Pagels og Bob Bradley, landsliðsþjálfari Egypta, eftir leik landsliðanna á dögunum.
Klaus Dieter Pagels og Bob Bradley, landsliðsþjálfari Egypta, eftir leik landsliðanna á dögunum. Nordicphotos/AFP
Knattspyrnusamband Simbabve á í miklum fjárhagserfiðleikum sem hafa komið karlalandsliði þjóðarinnar í skrýtna stöðu.

Simbabve sækir Gíneu heim í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 á morgun. Til að spara peninga bókaði knattspyrnusambandið flug á síðustu stundu og fékk fyrir vikið aðeins fjórtán sæti.

Þjálfarinn Klaus Dieter Pagels og læknir liðsins tóku tvö sætanna og því aðeins pláss fyrir tólf leikmenn. Meðal þeirra voru markverðirnir Washington Arbui og Maxwell Nyamupangedengu.

Fjölmiðlar í Simbabve greindu frá því í dag að einn útileikmanna liðsins hefði týnt vegabréfi sínu og fyrir vikið ekki gerðast með landsliðinu til Gíneu. Sem stendur eru því aðeins ellefu leikmenn Simbabve mættir til Gíneu.

Vonir standa til þess að þeir leikmenn landsliðsins sem eftir urðu nái flugi til Gíneu fyrir leikinn sem fram fer síðdegis á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×