Læknar ávísa hreyfingu í stað lyfja Hrund Þórsdóttir skrifar 16. júní 2013 19:15 Sjúklingar geta nú átt von á að læknar skrifi upp á hreyfiseðla í stað hefðbundinna lyfseðla. Markmiðið er að efla úrræði gegn lífsstílssjúkdómum en þeir orsaka tvo þriðju af öllum dauðsföllum á Íslandi í dag. Hreyfiseðlarnir eru byltingarkennd nýjung sem rutt hefur sér til rúms innan heilbrigðiskerfisins á Norðurlöndunum og SÍBS hefur forgöngu um að innleiða á Íslandi. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, segir hreyfiseðlana viðbrögð við lífsstílssjúkdómum. „Það er nú þannig í dag að það eru fleiri sem tapa heilsu vegna velmegunar en sjúkdóma.“ Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni í samstarfi við velferðarráðuneytið. Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, segir verkefnið byggja á að læknar skrifi út svokallaðan hreyfiseðil fyrir sjúklinga sem þeir telja að hafi meira gagn af hreyfingu en til að mynda lyfjagjöf. „Samhæfingaraðili tekur svo þessa tilvísun og býr til hreyfiúrræði fyrir viðkomandi og það er einstaklingsbundið, magn, ákefð og tími. Svo fylgjum við honum eftir í gegnum ákveðið tölvukerfi sem hann þarf að skrá sig inn í.“ Hreyfingin tekur mið af áhugasviði hvers og eins en sjúklingar þurfa sjálfir að bera kostnað af henni. „Þetta er ekki komið undir tryggingakerfið eins og staðan er í dag frekar en megnið af lyfjakostnaði,“ segir Guðmundur. Hann segir hreyfiseðlana þegar hafa gefið góða raun og Auður tekur undir. „Fólk er tilbúið að prófa nýjan valkost til að bæta sína heilsu. Almennt finnst mér fólk mjög jákvætt, það vill nota hreyfingu sem bót við sínum meinum.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Sjúklingar geta nú átt von á að læknar skrifi upp á hreyfiseðla í stað hefðbundinna lyfseðla. Markmiðið er að efla úrræði gegn lífsstílssjúkdómum en þeir orsaka tvo þriðju af öllum dauðsföllum á Íslandi í dag. Hreyfiseðlarnir eru byltingarkennd nýjung sem rutt hefur sér til rúms innan heilbrigðiskerfisins á Norðurlöndunum og SÍBS hefur forgöngu um að innleiða á Íslandi. Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, segir hreyfiseðlana viðbrögð við lífsstílssjúkdómum. „Það er nú þannig í dag að það eru fleiri sem tapa heilsu vegna velmegunar en sjúkdóma.“ Um er að ræða tveggja ára tilraunaverkefni í samstarfi við velferðarráðuneytið. Auður Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari, segir verkefnið byggja á að læknar skrifi út svokallaðan hreyfiseðil fyrir sjúklinga sem þeir telja að hafi meira gagn af hreyfingu en til að mynda lyfjagjöf. „Samhæfingaraðili tekur svo þessa tilvísun og býr til hreyfiúrræði fyrir viðkomandi og það er einstaklingsbundið, magn, ákefð og tími. Svo fylgjum við honum eftir í gegnum ákveðið tölvukerfi sem hann þarf að skrá sig inn í.“ Hreyfingin tekur mið af áhugasviði hvers og eins en sjúklingar þurfa sjálfir að bera kostnað af henni. „Þetta er ekki komið undir tryggingakerfið eins og staðan er í dag frekar en megnið af lyfjakostnaði,“ segir Guðmundur. Hann segir hreyfiseðlana þegar hafa gefið góða raun og Auður tekur undir. „Fólk er tilbúið að prófa nýjan valkost til að bæta sína heilsu. Almennt finnst mér fólk mjög jákvætt, það vill nota hreyfingu sem bót við sínum meinum.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira