Fótbolti

Arnór með gnótt tilboða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Danskir fjölmiðlar greina frá því að Arnór Smárason geti valið á milli fjölda félaga sem hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Samningur Arnórs við Esbjerg rennur út í lok mánaðarins en Arnór ætlar að ræða við félagið, eftir því sem hann segir við bold.dk.

„Það er erfitt að meta hvort við munum ná saman en mér hefur liðið mjög vel í Esbjerg. En það er mikill áhugi frá öðrum félögum og er ég auðvitað mjög ánægður með það.“

Meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á Arnóri er danska liðið OB en hann hefur sjálfur sagt að hann sé opinn fyrir því að snúa aftur í hollenska boltann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×