Enski boltinn

Giggs á leið til Tyrklands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan Giggs verður á HM U-20 liða í Tyrklandi til að afla sér menntunar sem knattspyrnuþjálfari.

Giggs, sem leikur með Manchester United, er nú á UEFA-Pro þjálfaranámskeiði en það er hæsta gráða sem hægt er að ná sér í sem þjálfari. Giggs er þegar kominn með svokölluð UEFA A- og B-próf.

Giggs er 39 ára gamall og skrifaði undir nýjan eins árs samning við Manchester United í mars síðastliðnum. Hann fékk að sinna þjálfarastörfum hjá félaginu á síðasta tímabili og mun væntanlega halda því áfram á því næsta.

Meðal annarra þekktra knattspyrnukappa sem eru á sama námskeiði og Giggs má nefna þá Gary Neville og Paul Ince sem báðir eru fyrrum liðsfélagar Giggs hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×