Enski boltinn

Moyes byrjar í Wales

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Í morgun var leikjadagskráin fyrir næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni gefin út. Meistarar Manchester Untied byrja á útileik gegn Swansea í Wales.

Þetta verði fyrsti deildarleikur Manchester United undir stjórn David Moyes sem tók við af Alex Ferguson í sumar. Fyrsta umferðin hefst þann 17. ágúst næstkomandi.

Jose Mourinho kemur svo í heimsókn á Old Trafford með lið sitt, Chelsea, viku síðar. United mætir svo Liverpool á Anfield í lok mánaðarins og óhætt að segja að Moyes fái alvöru leiki í upphafi tímabilsins.

Liverpool (gegn Stoke), Chelsea (gegn Hull), Manchester City (gegn Newcastle) og Arsenal (gegn Aston Villa) fá öll heimaleiki í fyrstu umferðinni. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham mæta nýliðum Crystal Palace á Selhurst Park í fyrstu umferð en um Lundúnarslag er að ræða.

Roberto Martinez stýrir sínum fyrsta deildarleik með Everton gegn Norwich á útivelli.

Tímabilinu lýkur svo þann 11. maí. Chelsea mætir þá Cardiff á útivelli, United leikur gegn Southampton á útivelli og Manchester City tekur á móti West ham.

Hér má sjá niðurröðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×