Enski boltinn

United spilar í Stokkhólmi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesper Blomqvist í leik með United árið 1998. Hann er einn þekktasti sænski leikmaðurinn sem hefur spilað með félaginu.
Jesper Blomqvist í leik með United árið 1998. Hann er einn þekktasti sænski leikmaðurinn sem hefur spilað með félaginu. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United spilar sinn síðasta leik á undirbúningstímabilinu gegn AIK í Stokkhólmi en liðið mun fyrst ferðast til austurlanda fjær.

Í morgun var tilkynnt að United muni spila gegn AIK á Friends Arena-leikvanginum í Stokkhólmi þann 6. ágúst næstkomandi.

Meistaralið United fer fyrst í langt ferðalag til Asíu og Eyjaálfu þar sem liðið mun spila í Tælandi, Ástralíu, Japan og Kína.

Tímabilið í Englandi hefst svo 17. ágúst næstkomandi en United mætir bikarmeisturum Wigan í hinum árlega leik um góðgerðarskjöldinn svokallaða þann 11. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×