Hafa veitt samtals 15 þúsund stórhveli Hrund Þórsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:30 Íslendingar hafa samtals veitt yfir 15 þúsund stórhveli frá upphafi og Hvalur hf. með feðgana Kristján Loftsson og Loft Bjarnason í fararbroddi, er þar að baki. Nokkrar aðrar þjóðir stunda enn hvalveiðar. Hvalveiðar náðu hámarki á 19.öld og fyrri hluta 20.aldar og var þá gengið nærri mörgum hvalategundum. Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 til að hafa stjórn á hvalveiðum en ári síðar var hvalveiðifélagið Hvalur hf stofnað á Íslandi. Loftur Bjarnason var kjörinn formaður þess og síðar fetaði sonur hans, Kristján Loftsson, í fótspor hans og hann er í dag forstjóri Hvals hf. Hvalur er á bak við allar stórhvelaveiðar Íslendinga frá upphafi. Frá fyrstu vertíð árið 1948 hafa alls verið veiddar 163 steypireyðar, en tegundin hefur ekki verið veidd frá árinu 1959. Fimm árum fyrr, eða árið 1954, var síðasti hnúfubakurinn veiddur, en alls voru veidd sex slík dýr. Alls hafa verið veiddar 2644 sandreyðar og 2885 búrhvalir. Langmest hefur verið veitt af langreyðum, eða 9461 dýr alls. Þar af hafa 273 dýr verið veidd frá árinu 2009, en fimm ára veiðileyfi sem tók gildi það ár rennur út nú í ár. Ef veiðar ganga vel í sumar gætu allt að 180 dýr bæst við þessar tölur. Samtals hafa Íslendingar veitt 15.158 stórhveli. Þá hafa verið veiddar 2707 hrefnur, þar af 11 nú í ár. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi, segir þetta ótrúlega háar tölur, ekki síst þar sem í mörg ár hafi engar hvalveiðar verið stundaðar hér. „Og í ljósi þess líka að þessi dýr sem verið er að veiða hér 150 mílur vestur af landinu verða 80, 90 og jafnvel 100 ára gömul og það er verið að veiða jafnvel þetta gömul dýr og draga hér inn í Hvalfjörðinn, þannig að í þessu ljósi er þessi heildarfjöldi alveg gríðarlega hár,“ segir Sigursteinn. Áætlað magn afurða Hvals hf. nú í ár er 1850 tonn og telja Náttúruverndarsamtök Íslands hæpið að Kristjáni Loftssyni og Hval hf. takist að selja þær, enda sé hluti aflans frá vertíðunum árin 2009 og 2010 ennþá óseldur. „Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1986 en harðar deilur hafa staðið um bannið. Nokkrar þjóðir stunda ennþá hvalveiðar. Helst eru það Norðmenn og Japanir. Færeyingar stunda veiðar á grindhvölum og þá hafa verið gerðar undanþágur frá hvalveiðibanninu vegna veiða frumbyggja. Þar má helst nefna Grænlendinga en einnig eru hvalveiðar stundaðar af frumbyggjahópum í Alaska, Indónesíu, Kanada, Karíbahafi og Rússlandi. Íslendingar eru langumfangsmestir í stórhvalaveiðum. „Það eru þrjú ríki sem heimila hvalveiðar í hagnaðarskyni. Þetta eru Japan, Ísland og Noregur. Langreyðarveiðar eru nær alveg hættar í Japan og hafa ekki verið stundaðar í Noregi um langt skeið, þannig að þessi staða sem við höfum hér á Íslandi er alveg sérstök,“ segir Sigursteinn. Fyrsta tilraun til hvalveiða Íslendinga var gerð árið 1935 frá Suðureyri á Tálknafirði. Að veiðunum stóð hlutafélagið Kópur en við vinnslu fréttarinnar var stuðst við tölur Hafrannsóknarstofnunar sem ná aftur til ársins 1948. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Íslendingar hafa samtals veitt yfir 15 þúsund stórhveli frá upphafi og Hvalur hf. með feðgana Kristján Loftsson og Loft Bjarnason í fararbroddi, er þar að baki. Nokkrar aðrar þjóðir stunda enn hvalveiðar. Hvalveiðar náðu hámarki á 19.öld og fyrri hluta 20.aldar og var þá gengið nærri mörgum hvalategundum. Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað árið 1946 til að hafa stjórn á hvalveiðum en ári síðar var hvalveiðifélagið Hvalur hf stofnað á Íslandi. Loftur Bjarnason var kjörinn formaður þess og síðar fetaði sonur hans, Kristján Loftsson, í fótspor hans og hann er í dag forstjóri Hvals hf. Hvalur er á bak við allar stórhvelaveiðar Íslendinga frá upphafi. Frá fyrstu vertíð árið 1948 hafa alls verið veiddar 163 steypireyðar, en tegundin hefur ekki verið veidd frá árinu 1959. Fimm árum fyrr, eða árið 1954, var síðasti hnúfubakurinn veiddur, en alls voru veidd sex slík dýr. Alls hafa verið veiddar 2644 sandreyðar og 2885 búrhvalir. Langmest hefur verið veitt af langreyðum, eða 9461 dýr alls. Þar af hafa 273 dýr verið veidd frá árinu 2009, en fimm ára veiðileyfi sem tók gildi það ár rennur út nú í ár. Ef veiðar ganga vel í sumar gætu allt að 180 dýr bæst við þessar tölur. Samtals hafa Íslendingar veitt 15.158 stórhveli. Þá hafa verið veiddar 2707 hrefnur, þar af 11 nú í ár. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýraverndunarsjóðsins á Íslandi, segir þetta ótrúlega háar tölur, ekki síst þar sem í mörg ár hafi engar hvalveiðar verið stundaðar hér. „Og í ljósi þess líka að þessi dýr sem verið er að veiða hér 150 mílur vestur af landinu verða 80, 90 og jafnvel 100 ára gömul og það er verið að veiða jafnvel þetta gömul dýr og draga hér inn í Hvalfjörðinn, þannig að í þessu ljósi er þessi heildarfjöldi alveg gríðarlega hár,“ segir Sigursteinn. Áætlað magn afurða Hvals hf. nú í ár er 1850 tonn og telja Náttúruverndarsamtök Íslands hæpið að Kristjáni Loftssyni og Hval hf. takist að selja þær, enda sé hluti aflans frá vertíðunum árin 2009 og 2010 ennþá óseldur. „Alþjóðahvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni árið 1986 en harðar deilur hafa staðið um bannið. Nokkrar þjóðir stunda ennþá hvalveiðar. Helst eru það Norðmenn og Japanir. Færeyingar stunda veiðar á grindhvölum og þá hafa verið gerðar undanþágur frá hvalveiðibanninu vegna veiða frumbyggja. Þar má helst nefna Grænlendinga en einnig eru hvalveiðar stundaðar af frumbyggjahópum í Alaska, Indónesíu, Kanada, Karíbahafi og Rússlandi. Íslendingar eru langumfangsmestir í stórhvalaveiðum. „Það eru þrjú ríki sem heimila hvalveiðar í hagnaðarskyni. Þetta eru Japan, Ísland og Noregur. Langreyðarveiðar eru nær alveg hættar í Japan og hafa ekki verið stundaðar í Noregi um langt skeið, þannig að þessi staða sem við höfum hér á Íslandi er alveg sérstök,“ segir Sigursteinn. Fyrsta tilraun til hvalveiða Íslendinga var gerð árið 1935 frá Suðureyri á Tálknafirði. Að veiðunum stóð hlutafélagið Kópur en við vinnslu fréttarinnar var stuðst við tölur Hafrannsóknarstofnunar sem ná aftur til ársins 1948.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira