Fótbolti

Ítalía í undanúrslit eftir markaleik

Balotelli skorar úr víti í leiknum.
Balotelli skorar úr víti í leiknum.
Ítalía og Japan buðu til knattspyrnusýningar í Álfukeppninni í kvöld. Leikurinn frábær frá upphafi og endaði með 4-3 sigri Ítala.

Japan byrjaði leikinn með látum og þeir Honda og Kagawa komu þeim í 2-0. De Rossi minnkaði muninn fyrir hlé.

Snemma í síðari hálfleik var leikurinn orðinn jafn er Uchida skoraði sjálfsmark. Aðeins tveim mínútum síðar komust Ítalir yfir með marki Balotelli úr vítaspyrnu. Þvílíkur viðsnúningur.

Japanir lögðu ekki árar í bát því Okazaki jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sex mörk komin og tuttugu mínútur eftir.

Veislunni var ekki lokið því fimm mínútum fyrir leikslok skoraði Sebastian Giovinco fjórða mark Ítala og tryggði þeim sigurinn. Japanir skoruðu mark skömmu síðar en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Ítalía og Brasilía eru því komin áfram upp úr riðlinum og í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×