Innlent

Mikið álag vegna sjúkraflutninga

Mörg útköll bárust á skömmum tíma.
Mörg útköll bárust á skömmum tíma.

Mikið var um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan sjö og hálf níu í morgun og var álagið því mikið fyrir starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Samkvæmt upplýsingum varðstjóra barst slökkviliðinu fimm útköll vegna bráðaveikinda á skömmum tíma. Þá fylgdi lögregla sjúkrabílunum til þess að tryggja að þeir kæmust sem fyrst á spítala með sjúklinga.

Nokkuð hefur róast núna að sögn varðstjóra. Engin útköll bárust vegna eldsvoða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×