Innlent

Búast við að farþegafjöldi Strætó fari yfir tíu milljónir

Hallgrímur P Gunnlaugsson varðstjóri hjá strætó BS ekur af biðstöð í Garðabæ brosandi og með stefnuljós
Hallgrímur P Gunnlaugsson varðstjóri hjá strætó BS ekur af biðstöð í Garðabæ brosandi og með stefnuljós Mynd / Haraldur Guðjónsson

Tæplega helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu, eða 45%, nota þjónustu Strætó á ári hverju samkvæmt tilkynningu frá Strætó.

Þetta kemur fram í könnun sem Gallup Capacent framkvæmdi fyrir fyrirtækið í febrúar síðastliðnum, en könnunin er gerð þrisvar sinnum á ári.

Í könnuninni kemur meðal annars fram að20% íbúa á höfuðborgarsvæðinu noti Strætó í hverjum mánuði.

Sífellt fleiri eru farnir að nýta sér þjónustu Stætó og var árið 2012 það stærsta hjá strætó frá upphafi, en þá fór farþegafjöldinn yfir 10 milljónir. Gert er ráð fyrir enn frekari aukningu á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×