Innlent

Kaldavatnslögn grafin í sundur við brunnstíg

VG skrifar

Kaldavatnslögn var grafin í sundur við Brunnstíg í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir um klukkustund síðan.

Vatnslaust verður í um 20 húsum meðan á viðgerð stendur samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Reiknað er með að viðgerðin geti tekið um fjórar klukkustundir.

Hætta skapast við kaldavatnsleysið þar sem nú kemur eingöngu heitt vatn úr mörgum blöndunartækjum og því rétt að gæta varúðar.

Sjá má til hvaða húsa kaldavatnsleysið nær á uppdrætti á Fésbókarsíðu Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×