Innlent

Ekki talið að stúlkan hafi verið numin á brott

VG skrifar
Breiðholt. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Breiðholt. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur ekki tilefni til frekari rannsóknar vegna fjögurra ára gamallar stúlku í Breiðholti sem talið var að hefði verið brottnumin í eina klukkustund í síðustu viku.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að grunur hafi leikið á því að fjögurra ára stúlka hefði verið numin á brott er hún var að leik fyrir utan heimili sitt síðastliðinn þriðjudag.

Ekki var vitað um ferðir stúlkunnar í um klukkustund. Hún sagðist sjálf hafa farið með fleiri en einum karlmanni. Foreldrarnir héldu að stúlkan hefði heimsótt ömmu sína í næsta húsi.

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði því málið og var  maður handtekinn í tengslum við málið en sleppt að lokinni skýrslutöku.

Skýrsla var tekin af stúlkunni í Barnahúsi í morgun og að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, þótti ekki ástæða til þess að rannsaka málið frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×