Innlent

Rússneskur maður myrtur vegna samkynhneigðar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Réttindum samkynhneigðra í Rússlandi þykir mjög ábótavant. Myndin tengist frétt ekki beint.
Réttindum samkynhneigðra í Rússlandi þykir mjög ábótavant. Myndin tengist frétt ekki beint. MYND/AFP

39 ára rússneskur maður var myrtur á hrottafenginn hátt af þremur mönnum sem réðust á hann, spörkuðu í hann og stungu til bana. Þá settu þeir lík hans í bíl og kveiktu í.

Atburðurinn átti sér stað í þorpi í austur héruðum Kamchatka í Rússlandi, en rannsakandi málsins hefur lýst því yfir opinberlega að maðurinn hafi verið myrtur vegna þess að hann var samkynhneigður. Er þetta annað morðið sem framið er á einstaklingi vegna kynhneigðar á skömmum tíma.

Morðið hefur vakið upp afar hörð viðbrögð meðal aðgerðasinna sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Aðgerðasinnarnir segja að atburðurinn sé aðeins einn af fjölmörgum hatursglæpum sem framdir hafa verið á samkynhneigðu fólki síðustu misseri. Þá fordæma þeir rússnesku ríkistjórnina harðlega fyrir aðgerðarleysi í slíkum málum, en réttindi samkynhneigðra þykja afar skammt á veg komin í Rússlandi.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×