Pétur Péturs: Grétar Rafn þarf að líta í eigin barm Stefán Hirst Friðriksson skrifar 9. júní 2013 15:56 Pétur Pétursson og Grétar Rafn Steinsson Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira