Innlent

Jóhanna Sigurðardóttir steig dans

Jóhanna í snúning.
Jóhanna í snúning.

Jóhanna Sigurðardóttir, sem í dag lét af embætti forsætisráðherra, þakkaði samstarfsmönnum sínum fyrir sig í dansi sem tekinn var upp á myndskeið fyrir rétt um mánuði síðan.

Myndskeiðið var, eftir því sem Vísir kemst næst, birt fyrst á árshátíð Stjórnarráðsins en einnig birt á YouTube einungis fimm dögum áður en gengið var til kosninganna í lok apríl.

Í myndbandinu gera starfsmenn stjórnarráðsins meðal annars stólpagrín að því þegar sérstakt vélmenni var fengið til að leita að sprengju eftir að sprengja fannst í nágrenni við Stjórnarráðshúsið fyrr á kjörtímabilinu. 

Þá er byrjunin sett saman eins og byrjunin á danska þættinum Borgen sem fjallar um dönsk stjórnmál. Í þessarri útgáfu fær þátturinn nafnið Ráðið.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×