Undarlegur hvítur litur í Kópavogslæknum - lögreglan rannsakar málið 12. maí 2013 19:20 „Ég tók þessar myndir klukkan eitt í dag, ég veit ekki af hverju hann er svona hvítur,“ segir íbúi í grennd við lækinn í Kópavogi sem tók meðfylgjandi myndir af Kópavogslæknum í dag en þar sést glögglega hinn dularfulli hvíti litur sem hefur verið viðvarandi í læknum í gær og í dag. Fréttastofa RÚV fjallaði meðal annars um málið í kvöldfréttum sínum, þar var rætt við varðstjóra lögreglunnar en málið er í rannsókn. Engin skýring hefur fengist á litnum en í fyrstu var talið að hann mætti rekja til mengunar í bensínstöð. Það reyndist þó ekki vera rétt.Og íbúar í nágrenninu velta fyrir sér hvort það þurfi ekki að sinna svæðinu betur, ekki síst í ljósi hugmynda Framsóknarflokksins í Kópavogi, sem fékk samþykkta tillögu á dögunum þar sem skoðað verði hvort sleppa eigi eldisfisk í lækinn. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Kópavogs, sagði þá að tilgangurinn væri helst sá að breyta ímynd læksins, sem hingað til hefur verið kallaður „skítalækurinn“. Það er ljóst að þessi sérkennilega mengun hjálpar ekki í baráttunni.Sjálfur segist íbúinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið í fréttinni, ganga daglega niður að læknum. Hann segir umgengni í kringum svæðið einnig til skammar. En telur hann að eldisfiskurinn geti lifað í ánni? „Ég held að það þurfi þá að vera ansi harðgerður fiskur,“ svarar hann. Lögreglan rannsakar enn hvar upptök litarins megi finna. Tengdar fréttir Vilja lax í lækinn en enga kópa í Kópavog "Þetta er nú frekar hugsað til þess að bæta ímynd læksins, en það er ekki útilokað að leyfa börnum að veiða þarna í framtíðinni,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en tillaga hans um að kannað verði hvort það sé mögulegt að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk var samþykkt á fundi bæjarráðsins fyrir helgi. 6. maí 2013 10:54 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
„Ég tók þessar myndir klukkan eitt í dag, ég veit ekki af hverju hann er svona hvítur,“ segir íbúi í grennd við lækinn í Kópavogi sem tók meðfylgjandi myndir af Kópavogslæknum í dag en þar sést glögglega hinn dularfulli hvíti litur sem hefur verið viðvarandi í læknum í gær og í dag. Fréttastofa RÚV fjallaði meðal annars um málið í kvöldfréttum sínum, þar var rætt við varðstjóra lögreglunnar en málið er í rannsókn. Engin skýring hefur fengist á litnum en í fyrstu var talið að hann mætti rekja til mengunar í bensínstöð. Það reyndist þó ekki vera rétt.Og íbúar í nágrenninu velta fyrir sér hvort það þurfi ekki að sinna svæðinu betur, ekki síst í ljósi hugmynda Framsóknarflokksins í Kópavogi, sem fékk samþykkta tillögu á dögunum þar sem skoðað verði hvort sleppa eigi eldisfisk í lækinn. Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Kópavogs, sagði þá að tilgangurinn væri helst sá að breyta ímynd læksins, sem hingað til hefur verið kallaður „skítalækurinn“. Það er ljóst að þessi sérkennilega mengun hjálpar ekki í baráttunni.Sjálfur segist íbúinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið í fréttinni, ganga daglega niður að læknum. Hann segir umgengni í kringum svæðið einnig til skammar. En telur hann að eldisfiskurinn geti lifað í ánni? „Ég held að það þurfi þá að vera ansi harðgerður fiskur,“ svarar hann. Lögreglan rannsakar enn hvar upptök litarins megi finna.
Tengdar fréttir Vilja lax í lækinn en enga kópa í Kópavog "Þetta er nú frekar hugsað til þess að bæta ímynd læksins, en það er ekki útilokað að leyfa börnum að veiða þarna í framtíðinni,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en tillaga hans um að kannað verði hvort það sé mögulegt að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk var samþykkt á fundi bæjarráðsins fyrir helgi. 6. maí 2013 10:54 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Vilja lax í lækinn en enga kópa í Kópavog "Þetta er nú frekar hugsað til þess að bæta ímynd læksins, en það er ekki útilokað að leyfa börnum að veiða þarna í framtíðinni,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, en tillaga hans um að kannað verði hvort það sé mögulegt að sleppa eldisfiski í Kópavogslæk var samþykkt á fundi bæjarráðsins fyrir helgi. 6. maí 2013 10:54