Innlent

Gefur lítið fyrir skýringar Steingríms á afhroði stjórnarflokkanna

Jóhannes Stefánsson skrifar
Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/ AFP
Illugi Gunnarsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir skýringar Steingríms J. Sigfússonar á afhroði stjórnarflokkanna í nýafstöðum alþingiskosningum. Í grein sem birtist í Financial Times segir Steingrímur að kjósendur séu óþolinmóðir, geri óraunhæfar væntingar til stjórnmálamanna og að ríkisstjórnin hafi ekki fengið nægan tíma til að byggja upp íslenskt efnahagslíf né notið sannmælis um það sem vel hafi verið gert.

Illugi er ósammála þessu og segir á Facebook-síðu sinni: „Kjósendur hér á landi sáu hvernig ríkisstjórnin náði að stofna til deilna við allt og alla, skapaði óvissu í öllum grundvallar atvinnugreinum þjoðarinnar, hringlaði ábyrgðarlaust með stjórnarskrána og svo framvegis. Það var mat allra, AGS, ASÍ, SA og ríkisstjórnarinnar sjálfrar í upphafi, að við gætum unnið okkur mun hraðar út úr kreppunni en raun varð á. Þetta skynjaði almenningur á Íslandi."

Grein Steingríms hefur vakið mikil viðbrögð í netheimum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×