Fótbolti

Tár á hvarmi þegar Beckham kvaddi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David Beckham ásamt sonum sínum í París í gærkvöldi.
David Beckham ásamt sonum sínum í París í gærkvöldi. Nordicphotos/Getty

Knattspyrnuheimurinn kvaddi einn sinn dáðasta son í gærkvöldi þegar David Beckham spilaði sinn síðasta leik á ferlinum.

Beckham lagði upp eitt mark í 3-1 sigri Paris Saint Germain á Brest á Parc de Princes í París í gærkvöldi. Ein umferð er eftir af mótinu en franskir miðlar telja ólíklegt að Beckham spili lokaleikinn á útivelli gegn Lorient. Hann vilji heldur láta leikinn í gærkvöldi vera þann síðasta þó svo að opinber tilkynning þess efnis hafi ekki verið send út.

PSG hafði þegar tryggt sér Frakklandsmeistaratitilinn og fengu leikmenn liðsins hann afhentan við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Fjölskyldu Beckham er aldrei langt undan og var hún að sjálfsögðu mætt til þess að fagna með sínum manni.

„Mér líður enn vel en tel að nú sé rétti tíminn til þess að hætta," sagði Beckham eftir leikinn í gær.

Myndir frá fagnaðarlátunum má sjá í flettiglugganum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×