Íslenski boltinn

Indriði lánaður til Leiknis

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Indriði Áki í leik geg Grindavík síðastliðið sumar.
Indriði Áki í leik geg Grindavík síðastliðið sumar.
Valsmenn hafa lánað sóknarmanninn Indriða Áka Þorláksson til Leiknis í Breiðholti. Fótbolti.net greinir frá.

Indriði, sem er á átjánda aldursári, kom óvænt inn hjá Valsmönnum undir lok síðustu leiktíðar og skoraði fjögur mörk í sjö leikjum. Sóknarmaðurinn hefur átt við meiðsli að stríða  í vetur en er kominn á fulla ferð.

Samkeppni um framherjastöðuna hjá Valsmönnum er afar hörð. Kolbeinn Kárason hefur raðað inn mörkum á undirbúningstímabilinu og Björgólfur Takefusa er klár á bekknum þegar á þarf að halda.

Keppni í 1. deild karla hefst á morgun. Leiknir tekur á móti Tindastóli í Breiðaholti. Reiknað er með því að Indriði verði kominn með leikheimild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×