Fótbolti

Eiður gulltryggði sigurinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordicphotos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og skoraði síðara mark Club Brugge í 2-0 útisigri á Genk í belgíska fótboltanum í dag.

Íslenski landsliðsmaðurinn þurfti aðeins níu mínútur til að minna á sig en hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu.

Club Brugge er í 5. sæti þeirra sex liða sem spila sín á milli það sem eftir lifir móts. Liðin tóku með sér stigin úr deildinni en mætast nú innbyrðis.

Stöðuna má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×