Fótbolti

Celtic meistari eftir 4-1 sigur

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gary Hooper skoraði tvö mörk í dag.
Gary Hooper skoraði tvö mörk í dag. Getty Images
Glasgow Celtic tryggðu sér skoska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 4-1 sigur gegn Iverness á Celtic Park í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá braut Gary Hooper ísinn fyrir heimamenn með marki á 61. mínútu.

Celtic komst í 2-0 en Joe Ledley skoraði annað mark leiksins á 66. mínútu. Hooper var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Georgios Samaras skoraði laglegt mark þegar skammt var eftir af leiknum. Aaron Doran skoraði mark í uppbótartíma til að laga stöðuna fyrir Iverness.

Þetta er í 44. sinn sem Celtic verður skoskur meistari. Liðið varði titil sinn frá því á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×