Fótbolti

Dómari varð getulaus eftir árás þjálfara

Það er ekki hlaupið að því að vera dómari í dag. Þessi mynd er tekin í Gvatamala þar sem aðstoðardómari var laminn illilega um helgina.
Það er ekki hlaupið að því að vera dómari í dag. Þessi mynd er tekin í Gvatamala þar sem aðstoðardómari var laminn illilega um helgina.
Dómari í Kenýa er farinn í skaðabótamál við knattspyrnusamband landsins eftir að árás þjálfara gerði hann getulausan.

Dómarinn heitir Martin Wekesa og hann vill fá 28 milljónir króna í sinn hlut vegna árásar sem hann varð fyrir á knattspyrnuvellinum.

Wekesa sendi leikmann unglingaliðs af velli og við það varð fjandinn laus. Forráðamenn liðsins ruddust inn á völlinn og lömdu hann illilega. Svo fór þjálfari liðsins ómjúkum höndum um kynfæri dómarans.

"Hann togaði í eistun á mér. Hann kreisti þau svo fast að ég fór að gráta. Ég gat ekki með nokkru móti losað mig. Hann sagðist þess utan geta drepið mig á augabragði. Þetta var hræðilegt," sagði dómarinn.

Wakese segir að ástarlíf sitt sé nú ónýtt og að hann geti ekki með nokkru móti notið ásta með konu sinni. Það sé einfaldlega of sárt.

"Við getum ekki lifað hjónalífi lengur og það er erfitt að sætta sig við það."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×