Fótbolti

Enn óvíst hvort Messi spili í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Forráðamenn Barcelona hafa enn ekki staðfest hvort að Lionel Messi muni spila með liðinu gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Messi hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikurnar en Jordi Roura, aðstoðarstjóri Börsunga, segir að kappanum hafi liðið vel síðustu dagana.

Messi kom inn á sem varamaður í síðara leik Barcelona og PSG í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og átti stóran þátt í því að tryggja sínum mönnum 1-1 jafntefli og sæti í undanúrslitunum, þrátt fyrir að hafa ekki verið algerlega heill heilsu.

„Ég veit ekki betur en að hann hafi æft venjulega og verði með frá fyrstu mínútu,“ sagði Jupp Heynckes, stjóri Bayern, sem reiknar með því að Messi verði með í kvöld.

Messi spilaði ekki með Börsungum í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×