Fótbolti

Enginn hefur haft samband vegna Alfreðs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Forráðamenn hollenska úrvalsdeildarfélagsins Heerenveen segja að ekkert lið hafi sett sig í samband við félagið vegna Alfreðs Finnbogasonar.

Alfreð hefur skorað 24 mörk í hollensku deildinni í vetur, helming allra marka sinna manna. Hann hefur því verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu.

Hollenskir fjölmiðlar segja að fulltrúar Sunderland hefðu fylgst með leik Ajax og Heerenveen um helgina en þar skoraði Alfreð mark síns liðs í 1-1 jafntefli.

Aston Villa og West Ham höfðu einnig verið orðuð við kappann sem er á sínu fyrsta tímabili í Hollandi.

„Ekkert félag hefur haft samband við okkur enn vegna Alfreðs, en við skiljum vel að hann skuli vera í sviðsljósinu,“ sagði Johan Hansma, einn forráðamanna félagsins, við hollenska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×