Fótbolti

Lífstíðarbann fyrir að kýla dómara | Myndband

Framherjinn Pieter Rumaropen, leikmaður Persiwa Wamena í Indónesíu, var í dag dæmdur í lífstíðarbann fyrir að kýla dómara um síðustu helgi.

Rumaropen var mjög ósáttur við vítaspyrnudóm gegn hans liði og hann kom aftan að dómaranum og kýldi hann fast í andlitið.

Það blæddi mikið úr dómaranum sem á endanum var sendur upp á spítala. Þar þurfti að sauma nokkur spor í andlit dómarans.

"Leikmaðurinn hefur skaðað orðspor fótboltans í landinu og þetta bann hjálpar vonandi til við að laga orðsporið," segir í yfirlýsingu frá indónesíska knattspyrnusambandinu.

Hægt er að sjá atvikið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×