Fótbolti

Óhefðbundinn knattspyrnuleikur í Noregi

Boði Logason skrifar
Norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga spilaði æfingarleik á dögunum, sem er kannski ekki sérstaklega merkilegt nema fyrir þær sakir að í liði keppinautarins voru tuttugu og tveir leikmenn.

Vålerenga er ekki Íslendingum óþekkt því Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Árni Gautur Arason og Veigar Páll Gunnarsson spiluðu með liðinu á sínum tíma.

Leikurinn var sýndur í norskum sjónvarpsþætti á dögunum en liðið sem Vålerenga keppti á móti var skipað áhugamönnum í knattspyrnu.

Liðið spilaði leikkerfið 8-8-4 og í aukaspyrnum stillti liðið upp í tvo varnarveggi.

Hægt er að horfa á brot úr þessum skemmtilega knattspyrnuleik í meðfylgjandi myndskeiði og með enskum texta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×