Innlent

Mál Gunnars gegn Krosskonum þingfest á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum.
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum.
Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn, hefur stefnt talskonum Krosskvenna þeim Ástu Knútsdóttur og Sesselju Engilráð Barðdal vegna umfjöllunar um ásakanir kvennana um kynferðisofbeldi.

Lögreglan tók málið til rannsóknar á tímabili en lét hana svo niður falla svo ekki kom til ákæru. Mál Gunnars gegn konunum verður þingfest á morgun. Hann stefnir einnig Vefpressunni, útgáfufélagi Pressunnar, en viðtöl við konurnar birtust þar.

Gunnar krafði konurnar og Vefpressuna um afsökunarbeiðni. Hann krafðist fimm milljóna frá hverju þeirra, alls fimmtán milljóna króna, ellegar myndi hann höfða dómsmál. Ekki var orðið við kröfu hans. Hinir stefndu hafa fengið stefnurnar birtar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.