Fótbolti

Lést í vinnuslysi á knattspyrnuleikvangi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Einn lést þegar að steypt súla féll á knattspyrnuleikvangi í Sau Paulo í Brasilíu.

Vinna stendur nú yfir við að reisa nýjan 45 þúsund manna leikvang í borginni en hann verður heimavöllur Palmeiras. Hann var reistur á sama stað og hýsti heimavöll liðsins frá 1917 til 2010.

Starfsmaður verktaka lést í slysinu auk þess sem einn til viðbótar slasaðist.

Fleiri tíðindi bárust frá dauðsföllum í tengslum við knattspyrnuna í Brasilíu í gær en þá voru tveir stuðningsmenn skotnir til bana, í grennd við Arena Castelao-völlinn í Fortaleza.

Talið er að áhangendur annars liðs stæðu á bak við verknaðinn en margir hafa áhyggjum af glæpatíðni í landinu, ekki síst í aðdraganda bæði HM í knattspyrnu, sem haldið verður í Brasilíu á næsta ári, og Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×