Árni Johnsen um Gísla Martein: "Einhver alvitlausasti borgarfulltrúi í sögu Reykjavíkur" Boði Logason skrifar 21. mars 2013 22:06 Árni Johnsen og Gísli Marteinn. Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30). Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fór ekki fögrum orðum um samflokksmann sinn í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Strákarnir í þættinum hringdu í Árna til að fá hann til að útskýra hugmynd sína um að koma á gangnasamgöngum á milli lands og eyja. Árni sagði að á sínum tíma var það talið að jarðgöngin myndu kosta 17 milljarða - en það hafi verið slegið út af borðinu. Sagði hann að eftir breytingarnar á Landeyjahöfn og með kaup á nýrri ferju, myndu höfnin kosta hátt í 20 milljarða. Í miðju viðtali fór Árni mikinn í málflutningi sínum.Árni Johnsen: „Það væri búið að opna þau ef menn hefðu ekki verið eins og sveitalubbar á gúmmískóm, borgarsveitalubbar, það eru þeir sem eru verstir."Útvarpsmaður: „Borgarsveitalubbar?"Árni Johnsen: „Já."Útvarpsmaður: „Hverjir eru það?"Árni Johnsen: „Þú varst að tala við einn áðan."Útvarpsmaður: „Gísla Martein?"Árni Johnsen: „Já, Gísla Martein. Hann er einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur."Útvarpsmaður: „Nei, hann er nú búinn að læra borgarfræði."Árni Johnsen: „Jájá. Hann er alltaf að tala um Reykjavíkurflugvöll. Það eru þrjátíu ár...ég var í 15 ár í flugráði og 23 ár í samgöngunefnd, og það er búið að gera þessar rannsóknir allar fyrir þrjátíu árum. Þeir hafa meira að segja gleymt að taka eitt sem vantar inn í - það er nálægð Esjunnar við Hólmsheiði sem veldur því að þetta er vonlaust dæmi - þó það væri ekki nema það. Þetta lið allt pantar niðurstöður, það pantar niðurstöður núna hjá Mannviti og þeir skila bara pantaðri niðurstöðu. Við lentum alveg í því sama með jarðgöngin - það var pöntuð niðurstaða hjá Vegagerðinni hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen..."Útvarpsmaður: „Þú ert hvass í máli Árni."Árni Johnsen: „Veistu það, það er ekki hægt að sitja endalaust undir þessu bulli og þessari vitleysu. Þó að það séu einhverjir ágætis strákar sem eru lærðir í borgarfræðum. Guð minn almáttugur, hvaða borgarfræði eru það? Er það að fara á kaffihús á reiðhjóli, að það sé orðið viðmiðið? Ætlar borgarfulltrúinn að fara á reiðhjólinu sínu upp á Hólmsheiði um miðjan vetur?" Þegar Vísir hafði samband við Gísla Martein í kvöld sagðist hann ekki ætla að fara tjá sig um Árna Johnsen.Hægt er að hlusta á viðtalið við Árna með því að smella á hlekkinn hér að ofan (umrætt samtal byrjar á 5:30).
Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Fleiri fréttir Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Sjá meira