Enski boltinn

Anzhi sýnir Toure áhuga

Það er enn óvissa um framtíð miðjumannsins Yaya Toure hjá Man. City. Svo gæti farið að hann verði seldur í sumar.

Samningaviðræður Man. City og leikmannsins hafa gengið afar illa og er umboðsmaður kappans, Dmitri Seluk, hundóánægður með forráðamenn City.

Toure á enn tvö ár eftir af risasamningi sínum við City en hann fær 220 þúsund pund í vikulaun.

Hið moldríka rússneska félag, Anzhi, hefur sýnt leikmanninum áhuga og gæti verið til í að borga uppsett verð fari svo að City selji í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×