Vilji er allt sem þarf Hrund Þórsdóttir skrifar 28. mars 2013 18:28 Hægt er að spá fyrir um það hverjir muni fá krabbamein og jafnvel koma í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóminn, samkvæmt niðurstöðum stórrar erlendrar rannsóknar. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta lengi hafa verið hægt á Íslandi, en að pólitískan vilja skorti. Ímyndum okkur heim þar sem læknir getur, með einfaldri blóðprufu, skorið úr um líkurnar á því, út frá genum, hversu líkleg við erum til að fá vissar tegundir krabbameins og hvernig við getum forðast að þróa með okkur sjúkdóminn. Kannski er þetta ekki svo fjarlægur draumur. Breskir vísindamenn, sem stóðu að stærstu krabbameinsrannsókn sinnar tegundar, hafa fundið 80 staði í erfðamenginu sem hafa áhrif á krabbamein. Í rannókninni var horft sérstaklega á krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli og eggjastokkum. Niðurstaðan er að hægt sé að meta nokkuð nákvæmlega áhættuna á að fólk fái hinar ýmsar tegundir krabbameins. „Þetta eru upplýsingar þess eðlis sem við höfum haft á Íslandi í töluvert langan tíma. Við búum að sérstaklega nákvæmum erfðaupplýsingum um áhættuna á krabbameinum svo og öðrum sjúkdómum." Kári kveðst ítrekað hafa leitað til heilbrigðisráðherra og bent á þennan möguleika. „Ef yfirvöld vildu það og Persónuvernd leyfði það, þá mætti finna þennan stóra hóp af fólki og þessi krabbamein eru þess eðlis að það mætti koma í veg fyrir að býsna stór hópur dæi." Kári segir stjórnvöld veigra sér við málinu þar sem erfitt sé að nálgast fólk með upplýsingar sem þessar. Inn í þetta spili hugmyndir um rétt fólks til að vita annars vegar og til að vita ekki, hins vegar. „Við erum með svolítinn hóp sem hefur verið að setjast niður upp á síðkastið og velta fyrir sér hvernig við eigum að ráðleggja samfélaginu þegar að þessu kemur, en fram að þessu hefur gengið illa að fá samfélagið til að nýta sér þetta." Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Hægt er að spá fyrir um það hverjir muni fá krabbamein og jafnvel koma í veg fyrir að fólk þrói með sér sjúkdóminn, samkvæmt niðurstöðum stórrar erlendrar rannsóknar. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir þetta lengi hafa verið hægt á Íslandi, en að pólitískan vilja skorti. Ímyndum okkur heim þar sem læknir getur, með einfaldri blóðprufu, skorið úr um líkurnar á því, út frá genum, hversu líkleg við erum til að fá vissar tegundir krabbameins og hvernig við getum forðast að þróa með okkur sjúkdóminn. Kannski er þetta ekki svo fjarlægur draumur. Breskir vísindamenn, sem stóðu að stærstu krabbameinsrannsókn sinnar tegundar, hafa fundið 80 staði í erfðamenginu sem hafa áhrif á krabbamein. Í rannókninni var horft sérstaklega á krabbamein í brjóstum, blöðruhálskirtli og eggjastokkum. Niðurstaðan er að hægt sé að meta nokkuð nákvæmlega áhættuna á að fólk fái hinar ýmsar tegundir krabbameins. „Þetta eru upplýsingar þess eðlis sem við höfum haft á Íslandi í töluvert langan tíma. Við búum að sérstaklega nákvæmum erfðaupplýsingum um áhættuna á krabbameinum svo og öðrum sjúkdómum." Kári kveðst ítrekað hafa leitað til heilbrigðisráðherra og bent á þennan möguleika. „Ef yfirvöld vildu það og Persónuvernd leyfði það, þá mætti finna þennan stóra hóp af fólki og þessi krabbamein eru þess eðlis að það mætti koma í veg fyrir að býsna stór hópur dæi." Kári segir stjórnvöld veigra sér við málinu þar sem erfitt sé að nálgast fólk með upplýsingar sem þessar. Inn í þetta spili hugmyndir um rétt fólks til að vita annars vegar og til að vita ekki, hins vegar. „Við erum með svolítinn hóp sem hefur verið að setjast niður upp á síðkastið og velta fyrir sér hvernig við eigum að ráðleggja samfélaginu þegar að þessu kemur, en fram að þessu hefur gengið illa að fá samfélagið til að nýta sér þetta."
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira