Enski boltinn

Mata: De Gea frábær í dag

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Litlu munaði að Juan Mata tryggði Chelsea sigur á Manchester United þegar liðin mættust í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í dag en David De Gea sá við honum.

„við fengum svo mörg færi til að skora í seinni hálfleik en David De Gea átti frábæran leik,“ sagði Juan Mata.

„Við megum vera stoltir af liðinu. Við lentum 2-0 undir og reyndum allt þar til yfir lauk að vinna sigur, við fengum færin. De Gea varði með fætinum undir lokin, ég reyndi en nú fáum við tækifæri til að sigra þegar liðin mætast aftur,“ sagði Mata.

Rafael Benitez knattspyrnustjóri Chelsea sagði að lið sitt hefði átt skilið að vinna leikinn í dag.

„Ég held það. Sérstaklega í seinni hálfleik þegar við vorum mun betri.Við fengum bestu færin og stjórnuðum leiknum,“ sagði Benitez.

„De Gea varði frábærlega undir lokin, við vorum óheppnir en þetta var frábær markvarsla.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×