Enski boltinn

Byram orðaður við Manchester City

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Sam Byram í baráttu við Victor Moses í enska deildarbikarnum fyrr á árinu.
Sam Byram í baráttu við Victor Moses í enska deildarbikarnum fyrr á árinu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Englandsmeistarar Manchester City er sagðir undirbúa 8 milljón punda tilboð Sam Byram, 19 ára gamlan hægri bakvörð Leeds United. Byram hefur slegið í gegn á tímabilinu en hann lék sinn fyrsta leik með Leeds í ensku B-deildinni í fótbolta í ágúst.

Talið er að Roberto Mancini geri fjölmargar breytingar á leikmannahópi sínum næsta sumar og lítur hann á Byram sem framtíðar hægri bakvörð félagsins.

Byram heillaði Mancini þegar Manchester City sigraði Leeds United 4-1 í ensku bikarkeppninni í febrúar.

Byram hefur skrifað undir tvo nýja samninga á tímabilinu en ljóst er að Leeds United getur ekki haldið Byram lengi á meðan liðið leikur í ensku B-deildinni.

WBA, Stoke og Wigan hafa einnig fylgst náið með Byram að undanförnu en ekkert þeirra getur keppt við Manchester City ætli ensku meistararnir að krækja í leikmanninn.

Byram hefur bæði leikið sem hægri bakvörður og kantmaður á tímabilinu. Hann er ösku fljótur og góður fram á við sem og í vörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×