Enski boltinn

Gascoigne kominn aftur heim | Edrú í 32 daga

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Gazza er allur að braggast.
Gazza er allur að braggast. Mynd/NordicPhotos/Getty
Paul Gascoigne er kominn aftur til Englands frá Bandaríkjunum þar sem hann hefur dvalið til að leita aðstoðar vegna áfengisfíknar sinnar. Gazza eins og Gascoigne er jafnan kallaður fór beint í meðferð við heimkomuna.

Gazza sem er 45 ára borgaði 7500 pund á viku fyrir meðferðina í Bandaríkjunum. Hann er búinn að vera edrú í 32 daga og ætlar að halda meðferð sinni áfram í heimalandinu.

Náninn vinur Gazza segir hann vita hve alvarlegt málið er. „Tími hans í Bandaríkjunum var jákvæður en hann veit að hann má ekkert slaka á. Eins og allir alkahólistar vita þá er þetta barátta á hverjum degi. Framvinda meðferðar hans í Englandi mun skipta sköpum," sagði vinurinn.

Gary Mabbutt fyrrum liðsfélagi Gazza hjá Tottenham og góður vinur hans segir Paul Gascoigne vera í góðu ásigkomulagi.

„Hann er með frábært fólk í kringum sig sem veitir honum þann stuðning sem hann þarf til að halda sér á beinu brautinni," sagði Mabbutt.

Gazza hefur verið illa haldinn vegna áfengisfíknar um nokkurt skeið og hefur verið haft á orði að nú sé síðasti séns fyrir Gascoigne að þurrka sig, annars eigi hann skammt eftir ólifað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×