Fótbolti

Boltinn langt inni en markið ekki dæmt | Myndband

Leigh Griffith, leikmaður Hibernian í Skotlandi, skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu um helgina. Því miður fyrir hann var markið ekki dæmt gilt.

Boltinn fór augljóslega langt inn fyrir línuna en dómaratríóið sá það ekki, leikmönnum Hibs til mikils ama.

Marklínutækni er væntanleg í boltann á stærstu mótum heims og líklega í stærstu deildunum líka.

Hinir þurfa að sætta sig við að enn verða lögleg mörk ekki dæmd góð og gild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×