Enski boltinn

Rio: Carrick vanmetnasti leikmaður deildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carrick í baráttu við Ramirez.
Carrick í baráttu við Ramirez. Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand telur að Michael Carrick, liðsfélagi sinn hjá Manchester United, sé vanmetnasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Ferdinand spilaði með Carrick hjá West Ham á sínum tíma en þeir hafa einnig spilað saman í enska landsliðinu.

„Þó svo að hann sé vanmetinn af öðrum þá er hann í miklum metum hjá öðrum leikmönnum United," sagði Ferdinand við enska fjölmiðla.

„Hann hefur bætt sig mikið og er það ekki síst að þakka að hann er bæði reyndari og hefur mikilvægara hlutverk í liðinu. Nú þegar að Paul Scholes spilar ekki jafn marga leiki fær Michael stærra hlutverk. Hann hefur leyst það frábærlega," sagði Ferdinand.

„Hann hefur þó ekki fengið margar viðurkenningar á sínum ferli sem er mikil synd. Þeir eru fáir sem taka eftir honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×