Enski boltinn

Cardiff bjargaði stigi gegn Leicester

Aron Einar.
Aron Einar.
Íslendingaliðið Cardiff City er með fjögurra stiga forskot á toppi ensku B-deildarinnar eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Leicester.

Michael Keane kom Leicester yfir á 72. mínútu en Rudi Gestede bjargaði stigi fyrir Cardiff með marki í uppbótartíma.

Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Cardiff í kvöld og lék allan leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×