Enski boltinn

Rodgers vill kaupa 3-4 leikmenn í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir í viðtali á heimasíðu félagsins að hann vilji styrkja leikmannahóp liðsins í sumar.

Þeir Daniel Sturridge og Philippe Coutinho komu til liðsins í janúar og Rodgers vonast til að fá fleri leikmenn sem hafi jafn jákvæð áhrif á liðið og þeir.

„Við viljum gæði en ekki magn," sagði Rodgers. „Það er viðbúið að það þurfi að byggja upp leikmannahópinn á nýtt nú þegar leikmenn eins og Jamie Carragher eru að hætta. Ég verð ánægður ef okkur tekst að fá 3-4 góða leikmenn í sumar."

„Ef það tekst verðum við með mjög sterkan leikmannahóp. Þá verðum við með tvo leikmenn í hverri stöðu á vellinum og þrjá markverði. Svo verðum við með unga leikmenn sem munu styðja við hópinn."

„Það er margt jákvætt í gangi hjá okkur á bak við tjöldin. Við erum mun betur settir nú en síðasta sumar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×