Enski boltinn

Chelsea og Manchester United mætast á annan í páskum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að bikarleikur Chelsea og Manchester United fari fram á annan í páskum en þetta er endurtekinn leikur eftir að liðin gerðu 2-2 jafntefli á Old Trafford.

Sigurvegari leiksins mætir Manchester City í undanúrslitaleik á Wembley en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Millwall/Blackburn Rovers og Wigan Athletic.

Chelsea and Manchester United mætast klukkan 11.30 að íslenskum tíma mánudaginn 1. apríl en leikurinn fer fram á Stamford Bridge.

Chelsea átti að mæta Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni á Páskadag og daginn áður átti Manchester United að heimsækja Sunderland. Leikur Chelsea hefur verið færður fram um einn dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×