Erlent

Þingmaður handtekinn eftir slagsmál í breska þinghúsinu

Þingmaður var handtekinn á einum af börunum í breska þingsins í gærkvöldi og leiddur út úr húsinu í fylgd lögreglumanna. Þetta gerðist eftir að þingmaðurinn lenti í slagsmálum á barnum.

Hér er um að ræða Eric Joyce þingmann frá Falkirk en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann lendir í slagsmálum á einum af börum þinghússins. Slíkt gerðist einnig í fyrra og var Joyce þá rekinn úr Verkamannaflokknum. Hann skráir sig sem sjálfstæðan þingmann í dag.

Að sögn lögreglunnar gisti Joyce í fangaklefa í nótt og tekin verður skýrsla af honum í dag þegar runnið verður af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×