Enski boltinn

Di Canio: Bara tilviljun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paolo Di Canio gerir lítið úr þeim sögusögnum að hann muni taka við stjórastarfinu hjá Reading.

Brian McDermott var rekinn frá Reading í vikunni en Di Canio hætti nýlega með enska C-deildarliðið Swindon.

Hann var á leik Reading og Aston Villa um helgina en segir það aðeins hafa verið tilviljun. „Ég var bara að horfa á fótboltaleik. Ég sat með Stuart Pearce og við ræddum saman um leikinn."

„Ég vil horfa á góða leiki og þetta er það sem ég mun gera á næstu vikum. Kannski verð ég næst í Swansea eða Southampton."

Di Canio staðfestir þó að hann hafi hug á að fá gott starf í þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×