Enski boltinn

Rodgers: Við erum á uppleið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, segir að liðin í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar megi ekki við því að misstíga sig á lokaspretti tímabilsins.

Liverpool er sem stendur í sjötta sæti eftir þrjá deildarsigra í röð. Liðið stefnir að því að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili en efstu fjögur sætin veita þátttökurétt í Meistaradeildinni og fimmta sætið í Evrópudeildinni.

„Liðin fyrir ofan okkur vita að þau mega ekki við neinum mistökum," sagði Rodgers. „Ekki okkar vegna, heldur þeirra sjálfra. Á þessum árstíma vill maður vinna leiki - og maður verður að vinna leiki."

„Við höfum sýnt að undanförnu að við erum með lið sem er á uppleið og sífellt að bæta sig. Úrslitin gegn Tottenham sönnuðu það og við verðum að halda áfram á sömu braut."

„Það sjá allir við erum með allt annað lið frá því í upphafi tímabilsins. Hugarfarið er annað og betra en það þýðir samt ekki að fara of langt fram úr sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×