Enski boltinn

Wenger: Gáfum allt sem við áttum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var hæstánægður með 2-0 sigur sinna manna á Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Liðið komst aftur upp í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum.

Arsenal vann í vikunni 2-0 sigur á Bayern München í Meistaradeild Evrópu en féll engu að síður úr leik á samanlögðum úrslitum.

„Þetta var erfiður leikur gegn Bayern og því var frábært að sjá hvernig leikmenn mættu til leiks í dag. Við sýndum að við erum tilbúnir í baráttuna,“ sagði Wenger en Arsenal er nú tveimur stigum frá því að komast í hóp efstu fjögurra liða deildarinnar.

„Við viljum vera með í baráttunni og viljum vinna leiki. Við unnum í dag vegna þess að við gáfum allt okkar í hann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×