Enski boltinn

United gerði nóg | 15 stiga forysta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United vann 1-0 sigur á Reading í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og er því með fimmtán stiga forystu á toppi deildarinnar.

Fyrr í dag tapaði Manchester City fyrir Everton, 2-0, og virðist nú fátt geta komið í veg fyrir að United vinni sinn 20. meistaratitil frá upphafi innan skamms.

Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins á 21. mínútu. Rio Ferdinand vann boltann við miðju og tók á sprett. Hann náði að koma boltanum á Rooney sem skaut að marki en boltinn fór af Alex Pearce, varnarmanni Reading, og í markið.

Hal Robson-Kanu átti ágætt skot að marki fyrir Reading og Rooney komst einnig nálægt því að skora í seinni hálfleik.

Annars var leikurinn nokkuð bragðdaufur. United gerði nóg í dag og leikmenn liðsins gengu því sáttir af velli.

Reading, sem er án knattspyrnustjóra eftir að Brian McDermott var rekinn, er í nítjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með 23 stig - rétt eins og botnlið QPR. Útlitið hjá þessum tveimur liðum er orðið ansi svart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×