Enski boltinn

Berbatov tryggði Fulham sigurinn gegn Tottenham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Fulham vann frábæran sigur á Tottenham, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á White Hart Lane, heimavelli Tottenham. Leikurinn var nokkuð bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og áttu liðin bæði erfitt með að skapar sér færi.

Heimamenn í Tottenham voru ívið sterkari fyrstu 45 mínútur leiksins en náðu ekki að nýta sér það, því var staðan 0-0 í hálfleik. Dimitar Berbatov kom Fulham yfir í upphafi síðari hálfleiksins þegar hann fékk frábæra fyrirgjöf frá Sascha Riether inn í vítateig Tottenham og afgreidda boltann auðveldlega framhjá Hugo Lloris í markinu hjá Spurs.

Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliðið Tottenham í leiknum en var tekinn af velli þegar hálftími var eftir af leiknum. Gylfi náði sér ekki almennilega á strik í leiknum og voru ákveðin þreytumerki í hans leik, en leikmaðurinn lék í 120 mínútur gegn Inter Milan í Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið.

Jermain Defoe, leikmaður Tottenham, fékk algjört dauðafæri undir blálok leiksins en Mark Schwarzer varði meistaralega. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og vann Fulham frábæran sigur en eina mark leiksins skoraði Dimitar Berbatov, fyrrum leikmaður Tottenham.

Fulham er í tíunda sæti með 36 stig en Tottenham í því fjórða með 54 stig.

 



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×