Enski boltinn

Harry: Við gefumst aldrei upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, neitar að gefast upp á úrvalsdeildarsætinu eftir ósigurinn gegn Aston Villa, 3-2, í gær en liðið er í mikilli botnbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

QPR er í neðsta sæti deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti og verður róðurinn alltaf erfiðari.

„4-0 hefði verið eðlileg staða í hálfleik og við höfum í raun aldrei leikið jafn vel og í fyrri hálfleiknum."

„Það var algjör einstefna í leiknum til að byrja með og frábært að sjá strákana leika svona á útivelli."

„Hlutirnir féllu fyrir Villa í dag en þegar þeir náðu að jafna metin var það alveg gegn gangi leiksins."

„Ég vorkenni drengjunum eftir leikinn en þeir lögðu mikið á sig. Við áttum skilið að já í stig hér."

Redknapp neitar að gefast upp og mun berjast til síðasta blóðdropa.

„Við verðum að halda áfram og megum ekki byrja að vorkenna okkur," sagði Redknapp.

„Það eru enn átta leikir eftir af tímabilinu og ef við höldum áfram á sömu braut þá eigum við eftir að vinna 4-5 leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×