Enski boltinn

Walcott: Stórslys ef við komust ekki í Meistaradeildina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Theo Walcott
Theo Walcott Mynd. / Getty Images
Theo Walcott ,leikmaður Arsenal, vill meina að það sé stórslys ef Arsenal nær ekki að tryggja sæti sitt í Meistaradeild Evrópu.

Liðið er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar og baráttan um þetta mikilvæga fjórða sæti verður enn erfiðari fyrir Lundúnarliðið.

Arsenal féll úr Meistaradeildinni í síðustu viku eftir að liðið tapaði viðureigninni gegn FC Bayern. Arsenal vann samt sem áður leikinn á miðvikudagskvöldið gegn þýska stórveldinu en féll úr leik eftir skelfilega frammistöðu í fyrri leiknum.

„Okkur langar að komast aftur í leiki líkt og gegn FC Bayern í síðustu viku og þá verðum við að vera í Meistaradeildinni."

„Það yrði algjört stórslys ef liðið næði ekki að tryggja sér fjórða sætið og halda áfram að taka þátt í sterkustu deild í heimi."

„Frammistaða okkar í Þýskalandi í síðustu viku sýnir að við erum búnir að vera spila langt undir getu á þessu tímabili. Við féllum úr leik en unnum samt sem áður gríðarlega sterkt lið 2- 0 á útivelli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×